Um okkur
Áfram Flakk er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið viðloðandi ferðaþjónustu til margra ára og býður nú upp á göngu- og upplifunarferðir erlendis. Fyrirtækið reka þær mæðgurnar Sigurbjörg Magnúsdóttir og Guðný Sigurðardóttir en þær hafa báðar mikla reynslu af útivist og gönguferðum innan- sem og utanlands. Báðar ólust þær upp á Suðurlandinu á sveitabæ í Mýrdal og vita fátt betra en að gleyma sér úti í náttúrunni, upp á fjallstindi eða einhverstaðar á hestbaki í óbyggðum. Útivist og göngur eru meðal þeirra áhugamála sem báðar brenna fyrir og ákváðu þær að gera áhugamál að atvinnu og bjóða áhugasömum ferðalöngum að blanda saman hreyfingu, og náttúrufegurð ásamt menningu á þeim stöðum sem farið er til hverju sinni.


